Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði í byrjun vikunnar nýjan starfshóp. Starfshópurinn hefur það hlutverk að koma með tillögur og ábendingar um það hvernig bregðast eigi við aukinni eftirspurn eftir matvælum og hækkandi verðlagi á erlendum mörkuðum. Þetta kemur fram á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Starfshópnum er jafnframt ætlað móta tillögur um hvernig auka megi matvælaframleiðslu á Íslandi. Þá mun hann einnig huga að nýsköpun og markaðs- og sölumálum. Formaður hópsins er Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri. Starfshópurinn á að skila skýrslu til ráðherra eigi síðar en 1. október.


Starfshópinn skipa:

  • Sigurgeir Þorgeirsson, formaður.
  • Ásmundur Einar Daðason.
  • Baldvin Jónsson.
  • Birna Þorsteinsdóttir.
  • Brynhildur Pétursdóttir.
  • Daði Már Kristófersson.
  • Eiríkur Blöndal.
  • Haraldur Benediktsson.
  • Knútur Rafn Ármann.
  • Oddný Steina Valsdóttir.
  • Ragnheiður Héðinsdóttir.