Viðskiptablaðið hafði samband við nokkra einstaklinga í mismunandi greinum, spurði þá hvernig þeim fannst árið og hvað þeir vilja sjá á nýju ári.

Kaffitár
Kaffitár
© BIG (VB MYND/BIG)

Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kaffitárs.

Hvernig var árið

Árið var gott en reksturinn var snúinn vegna mjög mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði á kaffi sem rekja má til óvissu í efnahagsmálum. Hækkanir voru meiri en þegar fraus í Brasilíu 1993.

Hvað var vel gert?

Þróttmikið starf á ýmsum sviðum vekur aðdáun mína t.d. tónlist og fatahönnun.

Hvað var slæmt?

Hvimleitt er hversu neikvæð umræðan er oft og margir reiða hátt til höggs.

Hvað viltu sjá á nýju ári?

Að fólk horfi til framtíðar með bjartsýni og tilhlökkun við að glíma við verkefni hvers dags, hvort sem það er í leik eða starfi.

Fleiri ummæli má sjá í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins sem kom út á milli jóla- og nýárs.