Viðskiptablaðið hafði samband við nokkra einstaklinga í mismunandi greinum, spurði hvernig þeim fannst árið og hvað þeir vilja sjá á nýju ári. Hér svarar Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, spurningum blaðsins.

Hvernig var árið? Árið var gott en reksturinn var snúinn vegna mjög mikilla hækkanna á heimsmarkaðsverði á kaffi sem rekja má til óvissu í efnahagsmálum. Hækkanir voru meiri en þegar fraus í Brasilíu 1993.

Hvað var vel gert? Þróttmikið starf á ýmsum sviðum vekur aðdáun mína t.d. tónlist og fatahönnun.

Hvað var slæmt? Hvimleitt er hvessu umræða er oft neikvæð og margir reiða hátt til höggs.

Hvað viltu að nýja árið beri í skauti sér? Að fólk horfi til framtíðar með bjartsýni og tilhlökkun við að glíma við verkefni hvers dags, hvort sem það er í leik eða starfi.