Viðskiptablaðið hafði samband við nokkra einstaklinga í mismunandi greinum, spurði þá hvernig þeim fannst árið og hvað þeir vilja sjá á nýju ári.

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon
© BIG (VB MYND/BIG)

Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.

Hvernig var árið?

Þetta var fínt ár fyrir Ísland. Landinn og íslenska hagkerfið rétti úr kútnum. Slæmt ár fyrir alþjóða fjármálamarkaði.

Hvað var vel gert?

AGS áætluninni lauk og Ísland útskrifaðist af efnahagsgjörgæslunni. Árangurinn framar vonum.

Hvað var slæmt?

Alþjóða bankakrísan varð líka alþjóða ríkisfjármálakrísa.

Hvað viltu sjá á nýju ári?

Það takist að róa vestræna fjármálamarkaði þannig að andrými gefist til að vinna smám saman úr þeim mikla vanda sem menn standa frammi fyrir án meiri háttar kollsteypu.

Fleiri ummæli má sjá í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins sem kom út á milli jóla- og nýárs.