Viðskiptablaðið hafði samband við nokkra einstaklinga í mismunandi greinum, spurði hvernig þeim fannst árið og hvað þeir vilja sjá á nýju ári. Hér svarar Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og formaður stjórnar SVÞ, spurningum blaðsins.

Hvernig var árið? Persónulega mjög gott - hvað rekstur fyrirtækisins varðar gott - að öðru leyti ágætt.

Hvað var vel gert? Að tekist hafi að lækka atvinnuleysi enn frekar - en atvinnuleysi á Íslandi er nú með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Atvinnuleysi er mikið böl. Stofnun atvinnuvegaráðuneytisins - en við í versluninni væntum þess að með þeirri skipan muni jafnræði aukast meðal atvinnugreina í landinu.

Hvað var slæmt? Að átökin og sundrungin skyldi halda áfram.

Hvað viltu sjá á nýju ári? Meiri samstöðu. Vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru miklu stærri en svo að hægt sé að horfa til hefðbundinna „hægri“ eða „vinstri“ lausna. Það þarf nýja hugsun