Í gær var haldinn fræðslufundur á vegum VÍB þar sem rætt var um hvernig eigi að fjárfesta í myndlist. Kári Finnsson, listfræðingur, hagfræðingur og blaðamaður á Viðskiptablaðinu, og Börkur Arnarson, eigandi i8 Gallery, voru frummælendur á fundinum.

Meðal þess sem fjallað var um á fundinum var hvernig byrjendur eiga að bera sig að, hver sé munurinn á viðskiptum með gömul og ný verk og hvernig listaverk séu sem fjárfestingarkostur.

Myndband af fundinum má sjá hér að ofan.