Margir hafa velt því fyrir sér undanfarið hvort olíuverð hafi aldrei verið hærra en núna í sögulegu ljósi. Þetta á einungis við um unnar olíur, en ekki hráolíu. Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra eldsneytis hjá Olíufélaginu, er ekki beint línulegt samband á milli verðs á hráolíu og unninna tegunda, þó auðvitað sé þar samband á milli. Þegar þetta sé skoðað í sögulegu ljósi sjáist að olían hefur nokkrum sinnum verið hærri.

Ef þetta er skoðað í samhengi kemur í ljós eftirfarandi, framreiknað af hagfræðingum:

1864 Olíuvinnsla hófst í Pennsylvaniu USD 97,70

1876 Olíuvinnsla hófst í Rússlandi USD 45,58

1948 Endurbygging eftir síðari heimstyrjöldina USD 15,69

1974 ?Olíukreppan" mikla USD 44,55

1979 Byltingin í Íran USD 82,15

1990 Innrásin í Kuwait USD 34,44

1998 Efnahagskreppan í Asíu USD 15,20

2005 12. ágúst USD 67,00

Heimild: Reuters/Olíufélagið (www.esso.is)