*

miðvikudagur, 21. ágúst 2019
Sjónvarp 25. nóvember 2016 17:03

Hvert stefnir húsnæðisverð?

Fjallað var um þróun íbúðaverðs á fundi Viðskiptablaðsins og Almenna lífeyrissjóðsins í vikunni.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Almenni lífeyrissjóðurinn og Viðskiptablaðið héldu opinn fund þriðjudagskvöldið 22. nóvember kl. 20:00 undir yfirskriftinni Fyrstu skrefin að fyrstu fasteign. Á fundinum var fjallað um ný lög um stuðning við kaup á fyrstu fasteign og önnur atriði sem koma sér vel fyrir ungt fólk sem vill eignast þak yfir höfuðið.

Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, fjallaði í sínu erindi um þróun íbúðaverðs síðustu ár og hvort líklegra sé að íbúðaverð hækki eða lækki til skemmri tíma litið.