Greiningar­aðilar á Wall Street í Banda­ríkjunum eru sann­færðir um að hlutabréfavirði ör­flögu­fram­leiðandans Nvidia Corp hefur rými til að hækka enn frekar.

Nvidia braut um stund 1.000 milljarða dala markaðs­virðis­múrinn fyrr í þessari viku en virði fé­lagsins þre­faldast það sem af er ári.

Á­hugi fjár­festa á fyrir­tækinu heldur á­fram en fé­lagið hækkað um 1,35% í við­skiptum fyrir opnum markaði.

Af 41 af 49 greiningar­aðilum, sem Fact­Sec tók saman, mæla enn með því að kaupa hluta­bréf í Nvidia, en Wall Street Journal greinir frá.

Við lokun markaða í gær nam markaðs­virði Nvidia 982 milljörðum dala en gengi hluta­bréfa fé­lagsins tók veru­legt stökk um miðja síðustu viku í kjöl­far til­kynningar fé­lagsins um að væntar tekjur yrðu ríf­lega 50% hærri en greiningar­aðilar höfðu spáð fyrir um.