Armina Ilea er stjórnandi verkefnisins Konur í tækni sem hófst í nóvember síðastliðnum og hefur notið vaxandi vinsælda síðan. Verkefnið hefur fyrst og fremst snúist um fyrirlestraraðir en síðasti fyrir­lestur verkefnisins var haldinn í höfuðstöðvum CCP og fjallaði um konur í tölvuleikjaiðnaðinum.

„Ég er frá Rúmeníu en þar lauk ég viðskiptafræðigráðu og með fram því vann ég í sjálf boðastarfi fyrir ungliðasamtökin AIESEC,“ segir Armina en þar snerist starf hennar að mestu um að hvetja fólk til að taka að sér stjórnunarstöður og að afla sér alþjóðlegrar starfs reynslu. „Eftir útskrift starfaði ég í eitt ár í Indlandi við að kenna hagfræði og sneri síðan til Íslands fyrir hönd AIESEC og sá um sam skipti þeirra við fyrirtæki hér á landi. Þar vann ég m.a. með ís lenskum tæknifyrirtækjum við að afla þeim erlendum starfsnemum. Það veitti mér mjög góða hugmynd um hvað það er sem tæknifyr irtæki eru að sækjast eftir og hvað það skiptir miklu máli fyrir þau að hafa fjölbreytt starfsteymi.“

Fann fyrir þörf á svona vettvangi

Spurð að því hver kveikjan að verkefninu hafi verið segir Armina að hún hafi fyrst fundið fyrir þörf fyrir því þegar hún hóf störf í við skiptaþróun hjá GreenQloud. „Þá hélt ég ráðstefnu þar sem ég bauð t.a.m. Liv Bergþórsdóttur frá Nova, verkefnastjóra frá Actavis og ein um af stofnendum GreenQloud til að hvetja íslenska háskólanema til að sækjast eftir stjórnunarstöðum síðar á lífsleiðinni. Það sem vakti furðu mína þá var að allar spurn ingarnar fóru að snúast um konur og tæknigreinar, þ.e. hvernig það væri að vera kona í stjórnunar stöðu hjá tæknifyrirtæki, af hverju fara konur í tæknigreinar o.s.frv.

Viðtal við þær Arminu og Lyubu er hægt að finna í blaðinu Áhrifakonur sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .