„Í þessari erfiðu stöðu vill Ferðamálastofa  hvetja ferðaþjónustuaðila til að aðstoða eftir fremsta megni þá ferðalanga sem lenda í vandræðum, hjálpa þeim við að afla upplýsinga og almennt sýna greiðvikni og sanngirni í hvívetna,“ segir í opnu bréfi Ferðamálastofu til allra aðila í ferðaþjónustu hér á landi.

Ferðamálastofa hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna gjalþrots Wow. Í áætluninni er m.a. farið yfir tryggingaskyldu seljanda og hvað í henni flest, hvað þeir sem keypt hafa pakkaferð af félagi sem fer í þrot þurfa að gera til að fá endurgreitt og almennt um meðferð mála þegar félag sem selt hefur pakkaferð eða samtengda ferðatilhögun fer í þrot.