Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur lækkað mikið á síðustu dögum. Á mánudaginn var álagið 304 punktar en var komið í 244 í dag. Þetta kemur fram á Keldunni.

Krónur
Krónur
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru erlendir fjárfestingabankar að hvetja viðskiptavini sína til kaupa á útgáfu ríkissjóðs í íslenskum krónum og er það ein ástæða lækkunar álags. Úr þessu má lesa að menn telji það sé minni áhætta en áður að eiga bréf þar sem skuldarinn er íslenska ríkið.