Fjármálastofnanir á Wall Street eru undir miklum þrýstingi bandarískra fjármálayfirvalda um að ráðast í aðgerðir til að tryggja að lausa- og eiginfjárstaða þeirra sé nægjanlega sterk til að standast veruleg áföll á fjármálamörkuðum. Þannig megi koma í veg fyrir sambærilega atburðarás og olli hruni fjárfestingarbankans Bear Stearns fyrr á þessu ári.

Fram kemur í Financial Timesað forráðamenn Bandaríska seðlabankans hafi á undanförnum mánuðum óskað eftir því að fjárfestingarbankar framkvæmdu margvísleg álagspróf til að athuga hvaða afleiðingar stórfelld lausafjárþurrð og verðlækkun á verðbréfamörkuðum myndi hafa fyrir lausa- og eiginfjárstöðu bankanna.

Sérfræðingar segja að þrengri reglur um eiginfjárhlutföll bankanna gætu dregið úr möguleikum þeirra til að beita róttækum aðferðum við að hagnast á efnahagsreikningi sínum með því að knýja þá til að sýna meiri ráðdeild í fjármögnun.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .