Hlutabréf Icelandair lækkuðu um 1,16% í dag í kjölfar afkomuviðvörunnar félagsins í gær . Hlutabréfin lækkuðu mikið í morgun, eða um 3,5%. Þegar leið á daginn hækkuðu þau talsvert. Viðskipti með félagið var tæpur milljarður króna.

Engar fréttir hafa borist í dag af verkfalli flugmanna félagsins.  Clive Stacey, framkvæmdastjóri bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World, hvatti flugmenn til að draga úr launakröfum sínum í bréfi til Samtaka ferðaþjónustunnar. Þar sagði hann óskiljanlegt að fámennur hópur flugmanna gæti haldið íslenskum ferðamannaiðnaði í gíslingu.

Stacey hefur unnið að skipulagningu ferða frá Bretlandi til Íslands í rúm 30 ár. Hann segir ferðaiðnaðinn á Íslandi einkennast af fagmennsku.