Bill Gates, stofnandi Microsoft, hvetur Norðmenn til þess að nýta fjármuni úr opinberum olíusjóði sínum til þess að fjárfesta í fyrirtækjum sunnan við Sahara og í Asíu.

Á opnum fundi sem haldinn var með Gates í Noregi hvatti hann einkum til fjárfestinga í minni fyrirtækjum sem starfa að lausnum í landbúnaði og á heilbrigðissviði.

„Noregur er eitt af ríkustu ríkjum í heimi og þið hafið efni á að nota eitthvað af fjármununum til að hjálpa fólki í öðrum ríkjum,“ sagði Gates, samkvæmt frásögn Reuters.