Forstjóri Goldman Sachs, Lloyd Blankfein segir Bandaríkin þurfa að auka fjárfestingar sínar í innviðum til þess að halda í við Kína.

Þetta sagði hann á Twitter í morgun.

Þetta er einungis þriðja tístið hjá Blankfein eftir hans fyrsta tíst síðastliðinn fimmtudag þar sem hann gagnrýndi Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu.

Tístið kemur einnig í kjölfarið á því að forsetinn tilkynnti á mánudag um áætlanir um að einka- og nútímavæða bandarískt flugumferðarkerfi. Búist er við því að Trump muni kynna 1.000 milljarða dollara áætlanir um fjárfestingu í innviðum seinna í vikunni.