Fyrst svona gríðarlegur áhugi er á því að hið opinbera stígi fæti aftur inn á velli sem það hafði yfirgefið fyrir löngu síðan er þá einhver ástæða til að stoppa við 2.500 íbúðir?

Forseti Alþýðusambandsins, Gylfi Arnbjörnsson, sagði í janúar að 30.000 félagslegar íbúðir vantaði á Íslandi til að landið stæði jafnfætis nágrannalöndunum, hvað sem það þýðir. Til samanburðar má nefna að í dag eru félagslegar íbúðir á landinu öllu 5.000-7.000 talsins. Áhugavert er einnig að í frétt Vísis er haft eftir Gylfa að ekki sé skortur á íbúðum, heldur sé það eignarformið og greiðsluformið sem sé vandinn. Er lausnin þá ekki fundin? Í stað þess að byggja 2.500 íbúðir getur Samfylkingin einfaldlega keypt 2.500 íbúðir (eða 25.000) og leyst þannig húsnæðisvandann.

Allir sáttir?