Hvítbók Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um umbætur í menntamálum er komin út. Tvö markmið eru sett fyrir árið 2018, eftir því sem fram kemur í Morgunblaðinu . Annars vegar að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, en hlutfallið er nú 79%. Hlutur móðurmálskennslu verði aukinn og að mótuð verði viðmið um þá lestrarkunnáttu sem nemendur eiga að búa yfir á hverju stigi grunnskólans.

Hins vegar er sett fram það markmið að hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma hækki úr 44% í 60%. Námið verður endurskpulegt, tími til lokaprófa styttur og þannig verður dregið úr brotthvarfi.