*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 12. janúar 2017 08:00

Hvítöl innkallað

Í kjölfar þess að tveir viðskiptavinir í Danmörku kvörtuðu undan skemmdum á flöskum hefur jóla-hvítölið verið innkallað.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Jóla-hvítölið frá Ceres sem selt hefur verið hér á landi hefur verið innkallað vegna hættu á skemmdum á flöskum.

„Ástæðan fyrir innkölluninni er að tveir kaupendur vörunnar í Danmörku kvörtuðu undan skemmdum í flöskum,“ segir í fréttatilkynningu frá HOB-vín ehf. innflutningsaðila hvítölsins.

„Er talin hætta á að flöskur hafi skemmst við að pakka þeim í kippur með sex flöskum, þ.e. þegar þær voru settar saman í pappaumbúðir.

Brestur komið í flöskur

Framleiðandinn segir að við þetta kunni brestur að hafa komið í flöskustúta sem brotni þegar flöskurnar eru opnaðar með þeim afleiðingum að glerbrot lendi í drykknum.“

Í kjölfar þess að framleiðandinn, Royal Unibrew A/S ákvað að innkalla 33 cl flöskur af hvítölinu hefur HOB-vín ehf. sem flytur það inn ákveðið að stöðva dreifingu hennar ásamt því að innkalla hana og taka hana af markaði.

Bendir fyrirtækið á að hægt sé að hafa samband við þá til að skila vörunni og fá hana endurgreidda. Jafnframt hefur Heilbrigðiseftirlitinu verið gert viðvart.

Stikkorð: innköllun Ceres HOB-vín Jóla-hvítöl