*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 7. janúar 2019 13:42

Hvorki Icelandair né Wow stundvísust

Hvorugt íslensku flugfélaganna er í hópi tíu stundvísustu félaganna ársins 2018. Þriðjungur á réttum tíma í Keflavík.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í sumar bar sérstaklega á því að stundvísi í flugsamgöngum við Keflavíkurflugvöll væri ábótavant, en heilt yfir hefur verið skortur á því að flugfélög hér á landi halda áætlun síðustu misserin að sögn Túrista. Þannig var til að mynda einungis rétt um þriðjungur af brottförum frá Keflavíkurflugveli á réttum tíma í júní í sumar.

Í rannsókn greiningarfyrirtækisins OAG voru þau tíu stundvísustu flugfélög landsins tekin saman, en ekki er að undra samkvæmt áðurnefndu að hvorugt íslensku félaganna er þar á meðal. Ekki kemur þó fram hve hátt hlutfall ferða hjá Icelandair eða Wow air er á réttum tíma.

Lettneska flugfélagið Air Baltic mældist hins vegar það stundvísasta, með 89,17% allra ferða á réttum tíma. Næst á eftir kom hið hollenska KLM með 84,52%, og svo hið spænska Iberia með 83,04% ferða á réttum tíma.

Hér má sjá listann í heild sinni ásamt með heildarhlutfalli ferða á réttum tíma:

  • 1    airBaltic    89.17
  • 2    KLM    84.52%
  • 3    Iberia    83.04%
  • 4    Alitalia    82.87%
  • 5    Transavia    81.98%
  • 6    Siberia Airlines    81.75%
  • 7    Aer Lingus    78.90%
  • 8    Aegean Airlines    78.32%
  • 9    Air Europa    78.15%
  • 10    Finnair    77.69%
Stikkorð: Icelandair Wow air Air Baltic
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is