Tómas Kristjánsson ér hættur sem framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis og Finnur Reyr Stefánsson hættir sem framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs, en þeir hyggja á stofnun fjárfestinga- og fasteignafélags að því er kemur fram í tilkynningu bankans. Tómas og Finnur Reyr hafa undirbúið þessa breytingu í nokkurn tíma og er ákvörðun þeirra tekin í samráði við bankann.

Alexander K. Guðmundsson, forstöðumaður hjá Glitni í Noregi og næstráðandi við uppbyggingu bankans þar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis í stað Tómasar. Þá hefur Gísli Heimisson verið ráðinn framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs og mun bera ábyrgð á upplýsingatækni og rekstrarsviði Glitnis-samstæðunnar.


Alexander K. Guðmundsson hefur starfað hjá Glitni frá 1998 og sérhæft sig í útlánastýringu, viðskipastjórn og áhættustýringu vegna stórra fjárfestingaverkefna á Íslandi og erlendis. Síðastliðin tvö ár hefur Alexander verið næstráðandi í Glitni í Noregi. Alexander verður ábyrgur fyrir áhættustýringu, fjárreiðum, bókhaldi, áætlanagerð og reikningsskilum auk lagalegra málefna. Gísli Heimisson hefur þróað og stýrt upplýsingatæknikerfum Glitnis frá 2005 og mun nú leiða upplýsingatækni bankans, útibúaþjónustu og bakvinnslu. Með þessum ráðningum axla tveir leiðandi starfsmenn aukna ábyrgð og verða hluti af framkvæmdastjórn bankans.

?Við erum afar ángæð að fá Alexander til liðs við framkvæmdastjórn bankans en hann mun halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið við að byggja upp áhættustýringu bankans. Alexander hefur verið leiðandi í þróun útlánastýringar bankans og hefur gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu Glitnis í Noregi og á lánastarfsemi bankans milli landa eftir kaupin á Kredittbanken (nú Glitnir bank ASA) 2004 og síðar BNbank 2005. Alexander er með reyndari mönnum á sínu sviði. Hann hóf störf hjá forvera Glitnis, Fjárfestingabanka atvinnulífsins 1998 en hefur starfað fyrir Glitni í Noregi frá 2005 þarsem hann hefur meðal annars tekið þátt í að stækka fjármögnunargrundvöll bankans. Hann mun leiða fjármála- og áhættustýringasvið bankans í öllum löndum þarsem bankinn er með starfsemi,?  segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis í tilkynningu bankans.

?Ég hlakka til að takast á við þetta nýja starf og axla þá ábyrgð sem því fylgir að vera framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis. Ég mun starfa með framúrskarandi fagmönnum sem hafa náð frábærum árangri. Starf mitt fyrir Glitni hefur aðallega falist í að meta útlánaáhættu en samhliða stækkun bankans hef ég í auknum mæli komið að áhættustjórnun. Ég mun kappkosta að halda áfram á þeirri braut fagmennsku sem einkenndu störf forvera míns í starfi,? segir Alexander Guðmundsson, nýr framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis.

?Gísli Heimisson hefur gegnt lykilhlutverki við þróun upplýsingatæknikerfa bankans og leiðir samhæfingarverkefni samstæðunnar á því sviði. Gísli hefur yfir 23 ára starfsreynslu af upplýsingatækni, þar af hálft þriðja ár innan bankans. Hann verður yfir rekstrarsviði bankans og mun bera ábyrgð á upplýsingatækni og bakvinnslu,? segir Lárus Welding. Ferðabókanir og launakerfi, sem áður heyrðu undir rekstrarsvið, munu framvegis heyra undir Þróunarsvið sem stýrt er af Birnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra.

?Það hafa verið forréttindi að starfa fyrir Glitni og mér er það mikil ánægja að vinna með því hæfileikaríka og öfluga starfsfólki sem er að finna innan ýmissa sviða bankans. Glitnir hefur færst mikið í fang síðastliðin þrjú ár og náð frábærum árangri.? segir Gísli Heimisson. ?Við vitum að viðskiptaumhverfið er sífellt að breytast og að samkeppnin er hörð. Til að vera í forystu þurfum við ekki aðeins að nýta viðskiptatækifærin heldur skapa þau og nýta þau til fulls. Við verðum einnig að vera sívakandi yfir þörfum viðskiptavina okkar fyrir vörur og þjónustu. Grundvöllur þess er að vera sveigjanlegur og skjótur. Því takmarki verður ekki náð nema með vönduðum og liprum upplýsingakerfum á öllum sviðum starfseminnar. Við erum að færa bankaviðskiptin og upplýsingakerfin nær hvort öðru og skapa þannig aðstæður til að við fáum best starfað í samræmi við gildi bankans og þarfir viðskiptavina,? segir Gísli Heimisson.

Tómas Kristjánsson og Finnur Reyr Stefánsson hafa, ásamt Þorgils Óttari Mathiesen, framkvæmdastjóra Klasa hf., stofnað nýtt fjárfestingafélag, Siglu ehf., sem leggja mun áherslu á fjárfestingar í skráðum og óskráðum hlutabréfum.

?Tómas og Finnur hafa reynst bankanum afar vel á liðnum árum og tekið þátt í miklum breytingum í íslensku fjármálalífi. Við óskum þeim allra heilla á nýjum vettvangi og hlökkum til að eiga við þá samstarf í framtíðinni,? segir Lárus. Tómas og Finnur munu verða nýjum framkvæmdastjórum og bankanum innan handar á meðan skiptin fara fram.

Glitnir hefur nýlega styrkt framkvæmdastjórn bankans með ráðningu stjórnenda sem státa af góðum árangri á sviði bankastarfsemi eða fjármálastarfsemi almennt. Tilkynningin nú, um ráðningu Alexanders og Gísla, kemur í kjölfar tilkynninga um að Jan Forsbom verður framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs Glitnis, Morten Bjørnsen verður yfir viðskiptabankastarfsemi á Norðurlöndum og Sveinung Hartvedt mun leiða Markaðsviðskipti Glitnis. Þá var Frank O. Reite nýverið ráðinn framkvæmdastjóri yfir vexti og viðskiptaþróun Glitnis, sem er ný staða. Alexander K. Guðmundsson og Gísli Heimisson hefja störf sem framkvæmdastjóri Fjármálasviðs og framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs þann 1. júní næstkomandi að því er segir í tilkynningunni.

Alexander Guðmundsson hóf störf hjá fyrirtækjasviði Fjárfestingabanka atvinnulífsins, forvera Glitnis, árið 1998. Þegar FBA sameinaðist Íslandsbanka árið 2000 hélt Alexander áfram stöfum á sama sviði. Frá 2002 til 2005 starfaði hann við útlán til fyrirtækja með áherslu á Ísland og Bretland annars vegar og Ísland og alþjóðamarkaði hins vegar. Hann flutti til Noregs 2005 og hefur verið næstráðandi og lykilmaður við uppbyggingu bankans þar í landi. Á 10 árum í starfi fyrir Glitni hefur Alexander sérhæft sig í útlánastýrinngu og áhættustýringu tengdum stórum fjármögnunarverkefnum. Hann hóf starfsferil sinn hjá hinu alþjóðlega sænska iðnfyrirtækinu AGA sem er með starfsstöðvar á Íslandi og í Svíþjóð. Hann starfaði þar í fjögur ár, 1994-1998, og hafði meðal annars umsjón með birgðahaldi og flutningum. Alexander, sem er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, er giftur og á þrjú börn.

Gísli Heimisson hóf störf sem forstöðumaður á upplýsingatæknisviði Glitnis í janúar 2005. Í október sama ár varð hann framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs og settur yfir öll upplýsingatæknimál samstæðuna í mars 2007. Gísli var einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Mentis hf. 1999 og aðaleigandi og framkvæmdastjóri þess þar til hann hóf störf hjá Glitni. Áður var Gísli framkvæmdastjóri á upplýsingatæknisviðs Landsbankans og yfirmaður upplýsingatæknisviðs hjá Landsbréfum hf. Hann starfaði sem ráðgjafi og hugbúnaðarsérfræðingur fyrir ýmis fjármálafyrirtæki 1989-1993 og verkefnisstjóri í Danske Bank í tvö og hálft ár eftir nám. Gísli, sem er með
meistaragráðu í verkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU), er giftur og á þrjú börn.