*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 11. desember 2007 09:29

Hyggjast bjóða upp á húsnæðislán í evrum

Ritstjórn

Í 24 Stundum í dag er sagt frá því að fyrirtækið Sparnaður ehf. ætli að bjóða upp á húsnæðislán í evrum í samvinnu við þýska fjármálafyrirtækið VKB á sambærilegum kjörum og í Þýskalandi. Í frétt blaðsins er haft eftir Ingólfi Ingólfssyni, stjórnarformanni Sparnaðar ehf., að starfsemin verði undir merkjum Bayern-Líf.

 „Ef okkur verður vel tekið eins og ég geri fastlega ráð fyrir stefnum við á að bjóða Íslendingum upp á sambærileg lánaviðskipti og þekkjast annars staðar í Evrópu sem allra fyrst," segir Ingólfur í frétt 24 Stunda. „Þá er hugsanlegt að íbúðalánin geti orðið með fimm prósenta vöxtum án verðtryggingar í staðinn fyrir sex til sjö prósenta verðtryggða vexti eins og tíðkast hérlendis nú."