*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 28. janúar 2017 10:10

Hyggjast breyta lögum um skortsölu

Í nýútgefinni Þingmálaskrá kemur fram að fjármála- og efnahagsráðherra kemur til með að flytja frumvarp til laga um skortsölu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í nýútgefinni Þingmálaskrá kemur fram að fjármála- og efnahagsráðherra kemur til með að flytja frumvarp til laga um skortsölu.

Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð ESB og hefur að geyma nýjar kröfur um tilkynningarskyldu vegna skortstöðu.

Einnig er kveðið á um að takmarkanir á óvarinni skortsölu og er eftirlitsaðilum veitt heimild til að banna tímabundið skortsölu eða birta opinbera skortstöðu tiltekins aðila kalli aðstæður á slíkt.