„Við höfum mikið skýrari mynd um afstöðu Samtaka atvinnulífsins og þeirra sýn á þessar kjaraviðræður og okkar kröfur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að loknum fundi með Samtökum atvinnulífsins í samtali við RÚV .

„Ég kallaði eftir því og við hópurinn að við færum að heyra eitthvað. Fá afstöðu okkar viðsemjenda gagnvart okkar kröfugerð, sem hefur ekki legið i rauninni fyrir, efnislega. Ef það myndi ekki gerast að þá myndum við grípa til einhverra aðgerða eins og til dæmis að slíta. Svo verður ekki. Við erum búin að fá afstöðu okkar viðsemjenda. Það munum við fara með í okkar bakland og við munum greina frá því og síðan líka greina þessa afstöðu,“ sagði Ragnar.

Halldór Benjamín Þorbergsson, sagði í samtali við RÚV að fundi loknum að þegar sé búið að boða nýjan fund í næstu viku og að það sé góðs viti að þau séu enn að hittast.