Fiskvinnslufyrirtækið Arcticus Sea Products á Hjalteyri er nú að hefja útrás til Nígeríu og verður hægt að kaupa íslenskan harðfisk í höfuðborginni Abuju. Vikudagur greindi fyrst frá þessu.

„Það eru allir mjög spenntir en jarðbundnir yfir þessari tilraun. Þetta er alveg gríðarlegur mannfjöldi og það býr þarna mikið af efnuðu fólki líka eins og alls staðar annars staðar. Við teljum okkur hafa mjög góða stækkunarmöguleika á framleiðslunni og mjög gott aðgengi að hráefni þannig það er full ástæða til að prófa þetta,“ segir Rúnar Friðriksson, framleiðslustjóri Arcticus, við Viðskiptablaðið.