Arabíska flugfélagið Emirates Airline á í samningaviðræðum við Boeing um að kaupa 100 farþegaþotur. Talið er að verðmæti samningsins nemi 30 milljörðum bandaríkjadala, eða 3600 milljörðum dala.

Stjórnendur Emirates eru einnig að kanna hvort þeir eigi að kaupa, til viðbótar, A380 vélar frá Airbus. Þar á meðal yrðu A380 vélar og A350 vélar.

Fulltrúar Emirates staðfestu í samtali við Financial Times að hugsanlega væri hægt að kynna samninga, bæði við Boeing og Airbus, á flugsýningu í Dubai í næsta mánuði. Fulltrúar Boeing og Airbus vildu ekki tjá sig.