Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri Internets á Íslandi (ISNIC), segir það ekki aðeins mat starfsmanna ISNIC að í frumvarpi um landslénið felist eignaupptaka. Það sé rauður þráður í umsögn lögfræðinga félagsins, sem skilað hafa umsögn um frumvarpið.

„Það verður farið í mál við ráðherra ef lögin verða samþykkt. Það er leiðinleg hótun að setja fram, en það er ekki annað hægt. Við fáum enga fundi og spurningum okkar er ekki svarað,“ segir hann og gagnrýnir harðlega vinnubrögð innanríkisráðuneytisins.

Rekstur landslénsins hefur frá upphafi verið í höndum ISNIC. Árið 1995 var stofnað hlutafélag utan um reksturinn og á meðal eigenda voru Ríkissjóður, Háskóli Íslands, ríkisbankarnir og Alþingi. Íslandssími keypti 93% í félaginu við einkavæði n g u þess árið 2000, sem síðar rann inn í Teymi. Jens Pétur er í dag stærsti einstaki eigandinn með 30% hlut og Íslandspóstur með 19% hlutafjár.

Á Alþingi er nú til meðferðar frumvarp um landslénið .is og önnur höfuðlén, sem færa á ríkinu „ákvörðunarrétt yfir landsléninu“, líkt og segir í 1. málsgrein frumvarpsins.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.