Breska verslunarkeðjan Asda hyggst segja upp allt að 2.500 starfsmönnum sem  hluta af breytingum hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í frétt BBC . Samkvæmt forsvarsmönnum Asda er stefnt að því að fara í breytingar rekstrinum vegna mikillar samkeppni á smásölumarkaði. Munu breytingarnar felast í breyttum hlutverkum starfsmanna og vinnutíma.

Greint var frá því í september að  Asda sem hefur verið í eigu bandaríska smásölurisans Walmart frá árinu 1999 mun sameinast einum af sínum helstu keppinautum Sainsbury's. Sameinað félag gæti þurft að loka allt að 460 verslunum til þess að uppfylla kröfur samkeppnisyfirvalda.