Stefán Hallur Jónsson, Tannlæknir og einn af stofnendum Tannlæknavaktarinnar, segir að neyðartilvik í tannlækningum krefjist mjög oft tafarlausrar meðhöndlunar, t.d. þegar tennur brotna eða falla úr munni og er því mjög áríðandi að hægt sé að ná í tannlækni strax þegar slys verða. „Með þetta að leiðarljósi hyggjumst við stórbæta neyðarþjónustuna og ætlum okkur að koma á besta mögulega skipulagi með samstarfi við aðrar heilbrigðisstofnanir.“

Tannlæknavaktin mun opna 4. janúar næstkomandi og bjóða upp á tannlæknaþjónustu milli klukkan 8 og 23 alla daga vikunnar.

„Mjög erfitt er að áætla umfang bráðatilvika í tannlækningum þar sem engar miðlægar skráningar eru aðgengilegar, þó er tannlæknum ætlað að senda inn áverkavottorð um tannáverka en það nær að jafnaði einungis til Íslendinga. Þá eru mjög mörg neyðartilvik ekki „skráningarskyld“ s.s. tilvik um tannrótarbólgu, brotnar fyllingar o.s.frv. Markmið okkar er að ná betri heildarmynd af þessu með bættu skipulagi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.