Björt Ólafsdóttir, Umhverfisráðherra hyggst gera breytingar byggingarreglugerð sem felast í því að gert verði ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafbíla við hönnun nýrra hverfa. Enn í dag eru ný hús og hverfi á Íslandi hönnunð án þess að gert sé ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Þetta kemur fram í frétt Rúv .

Björt segir mjög mikilvægt að gera þessar breytingar þar sem mun dýrara er koma hleðslustöðvum fyrir eftir að hverfin hafi verið reist. Til að hægt sé að gera ráð fyrir rafbílahleðslum við hönnun húsa þarf hins vegar að breyta byggingarreglugerð.

Segir ráðherrann að ef Íslendingar noti græna rafmagnið á bíla, sparist mikill eldsneytiskostnaður auk þess sem losun gróðurhúsalofttegunda muni minnka. „Til þess þarf auðvitað innviði ekki bara vegi. Við þurfum að geta hlaðið þessa bíla, þá þessa rafmagnsbíla og við verðum að gera ráð fyrir þeim innviðum í byggingarreglugerð að nýbyggingar hafi þetta innbyrðis."

Vonast Björt til þess að breytingarnar muni eiga sér stað von bráðar. Hún hefur ýtt á sérfræðinga í umhverfisráðuneytinu til þess að vinna hlutina hratt og vel. Sér hún fyrir sér að breytingarnar verði tilbúnar í ágúst.

p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 12.0px 'Helvetica Neue'; -webkit-text-stroke: #000000} span.s1 {font-kerning: none}