Samlagshlutafélag á vegum sjóðstýringarfyrirtækisins Stefnis, sem er í eigu Arion banka, hyggst kaupa færeyska olíudreifingarfyrirtækið Magna. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að Færeyska félagið er í eigu Skeljungs og eigenda þess. Skeljungur á 33% hlut og eignarhaldsfélagið Hedda, sem er í eigu Guðmundar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, á 66% hlut.

Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis, segir í samtali við Morgunblaðið að kaupin séu samtvinnuð fyrirhuguðum kaupum sjóðsins á Skeljungi af Guðmundi og Svanhildi.