*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Erlent 30. september 2020 14:14

Hyggst leyfa verðbólgu yfir markmiði

Forseti Evrópska seðlabankans segir að bankinn muni hugsanlega leyfa verðbólgu að fara yfir ásett markmið.

Ritstjórn
Christine Lagarde er forseti Evrópska seðlabankans.

Seðlabanki Evrópu hugleiðir að leyfa verðbólgu að vera yfir verðbólgumarkmiði bankans eftir dræma verðhækkun í nokkurn tíma. Væri það í fyrsta sinn bankinn tilkynni um slíkt og væri hann um leið að fara að fordæmi bandaríska seðlabankans. 

Sjá einnig: PEPP hjá Evrópska seðlabankanum

Sagði Christine Lagarde, forseti Evrópska seðlabankans, að ef slík stefna væri trúverðug gæti hún styrkt getu peningastefnunnar til að koma á stöðugleika hagkerfisins við lága verðbólgu. Umfjöllun á vef Financial Times.

Bankinn hóf athugun sína á stefnunni í janúar en kórónuveirufaraldurinn hefur seinkað ferlinu. Niðurstaða er væntanleg í september á næsta ári. Enn fremur sagði Lagarde að mikilvægt væri að verðbólgumarkmið bankans væri auðskiljanlegt.