Stjórn Straums-Burðarás Fjárfestingabanka mun leggja fyrir aðalfund félagsins að heimilt verði að ákveða hlutafé félagsins í evrum í stað íslenskra króna.

Dagskrá aðalfundarins, sem fer fram fimmtudaginn 8. mars næstkomandi, var lögð inn í kerfi Kauphallarinnar í morgun og þar kemur fram þessi tillaga.  Verði tillagan samþykkt og ákveði stjórn bankans að nýta sér heimildina yrði Straumur fyrstur íslenskra félaga til að færa hlutafé í erlendri mynt.

Greining Glitnis segir í Morgunkorni sínu að þessi tillaga um heimild til skráningar hlutafjár í evrum sé rökrétt skref í framhaldi af færslu bókhalds og eigin fjár í evrum.