Donald Trump, sem var kjörinn forseti Bandaríkjanna síðastliðinn þriðjudag, hyggst standa við kosningaloforð sitt um að vísa allt að þremur milljónum ólöglegum innflytjendum úr landi ellegar fangelsa þá. Þetta kom fram í 60 Minutes viðtalsþættinum á CBS.

„Við ætlum að ná þeim sem eru glæpamenn eða þeim sem hafa ekki hreint sakavottorð, gengjameðlimi, eiturlyfjasölum. Það er talsvert af þessum aðilum — allt að þremur milljónum, við verðum að vísa þeim burt eða fangelsa þá,“ sagði Trump meðal annars í viðtalinu.

Girðing að hluta

Trump tók einnig fram að hluti landamæraveggsins sem að hann lofaði í kosningabaráttunni — og á að rísa við landamæri Mexíkó — gæti verið skipt út fyrir girðingu. „En á ýmsum svæðum hentar betur að byggja vegg. Ég er mjög góður í þessu — þetta kallast bygginingarvinna,“ sagði Trump, næsti forseti Bandaríkjanna.