Hyperloop er fyrirtæki sem byggir starfsemi sína á hugmynd sem Elon Musk stofnandi Tesla Motors og SpaceX kynnti fyrir heiminum.

Nú hefur félagið lýst því yfir að áætlað sé að hefja tilraunir með fyrstu frumgerðir tækninnar í Nevada-eyðimörk á næsta ári.

Félagið hefur eignast 20 hektara landsvæði á iðnaðarsvæði í eyðimörkinni, og munu þar gera tilraunir með vélbúnað og tækni í kringum Hyperloop-verkefnið.

Markmiðið er að fyrir árið 2020 muni hinn almenni neytandi geta ferðast með Hyperloop-samgöngukerfi á 540 km/klst.

Í myndbandi hér að neðan er hugmynd Musk skýrð til hlítar: