Væntingavísitala þýskra stjórnenda og stofnanafjárfesta hækkaði í ágústmánuði samkvæmt mælingu Zentrum für Europäische Wirtschaftsforschung (ZEW).

Vísitalan fór í -55,5 stig eftir að hafa farið niður í sögulegt lágmark í júlímánuði en þá mældist hún -63,9 stig.

Sérfræðingar höfðu spáð mælingu upp á -62 stig í mánuðinum. Mælingin er samt sem áður lág miðað við sögulegt meðaltal sem er 28,3 stig.

Auknar væntingar eru raktar til þess að dregið hefur úr verðlagsþrýstingi auk þess sem veiking gengis evrunnar styrkir þýskan útflutningsiðnað.