Þungavigtarmenn í röðum einkafjárfestingarsjóða funduðu í þýsku borginni München í vikunni. Um er að ræða hina svokölluðu Ofurávöxtunarráðstefnu (e. Super Return conference) sem var haldin í ellefta sinn.

Ráðstefnuhaldið var brennimerkt af því ástandi sem nú er á fjármálamörkuðum. Starfsemi einkafjárfestingarsjóða byggir eðli málsins samkvæmt að aðgengi að fjármagni, en það hefur verið að skornum skammti allt frá því að markaðurinn með bandarísk undirmálslán hrundi í fyrra.

Einkafjárfestingarsjóðir ætla því að fylgja eftirbreytni banka og fjármálafyrirtækja sem hafa leitað til ríkisfjárfestingarsjóða eftir fjármagni .

Nánar er fjallað um málið í helgarblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .