Suður Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai hefur neitað sögusögnum um að fyrirtækið hyggist kaupa eignir Chrysler.

Erlendir fjölmiðlar greindu frá því nýlega að Hyundai liti hýru auga til Chrysler með það í huga að kaupa framleiðsluna á Jepp, sem er undirtegund Chrysler.

Forsvarsmenn Hyundai segja fyrirtækið hvorki hafa burði til þess að kaupa Jeep, né aðrar eignir Crysler, við núverandi aðstæður.

Hyundai leggur nú áherslu á að klára byggingu verksmiðja sem fyrirtækið er nú að láta reisa utan Suður Kóreu. Hyundai rekur verksmiðjur víðs vegar um heiminn og byggir nú m.a. verksmiðju í Rússlandi fyrir 330 milljón evrur.

Frá þessu er greint á fréttavef Reuters.