Suður-Kóreski bílaframleiðandinn stefnir á að byggja sína fyrstu sérhæfðu rafbílaverksmiðju. Stefnt er að framleiðsla þar hefjist árið 2025. Reuters greinir frá.

Í maí tilkynnti Hyundai Motor Group, móðurfélag Hyundai og Kia áætlanir um að fjárfesta 48 milljörðum dollara í Suður-Kóreu fram til ársins 2025.

Þessi tilkynning kemur í framhaldi af tilkynningum framleiðandans um að byggja verksmiðju í Georgíu, Bandaríkjunum. Þar sem framleiddar verða rafhlöður fyrir rafbíla. Áætlað er að framkvæmdir þar kosti um 5.5. milljarði bandaríkjadollara og hefjist snemma árs 2023.