Þórarinn Gunnar Pétursson hefur starfað hjá Seðlabanka Íslands allt frá árinu 1994, eða í rúm átján ár. Í september 2009 var Þórarinn síðan ráðinn aðalhagfræðingur bankans af Má Guðmundssyni, sem hafði tekið við starfi seðlabankastjóra í ágúst sama ár. Þórarinn hafði þó verið starfandi aðalhagfræðingur bankans frá því í febrúar 2009 og tók þá jafnframt sæti í peningastefnunefnd bankans.

Þórarinn útskrifaðist með próf (Cand. Oecon) í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1991, 25 ára að aldri. Þaðan lá leiðin til Bretlands þar sem hann útskrifaðist með mastersgráðu í hagfræði frá Essex háskóla. Árið 1998 varð hann doktor í hagfræði en hann stundaði doktorsnámið við háskólann í Árósum í Danmörku. Þess má geta að Már og Þórarinn stunduðu báðir nám við Essex háskóla, en þaðan lauk Már BA prófi í hagfræði.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.