Baldvin Þorsteinsson er stjórnarformaður Jarðborana og hefur gegnt því starfi frá því að gengið var frá kaupum á fyrirtækinu í mars á þessu ári. Baldvin er framkvæmdastjóri Kaldbaks, fjárfestingarfélags Samherja, og handknattleiksmaður hjá FH, þó handboltinn hafi fengið minni tíma undanfarið að sögn Baldvins sjálfs.

Eins og greint hefur verið frá á síðustu vikum hefur gengið á ýmsu hjá Jarðborunum en forstjóri fyrirtækisins sagði starfi sínu lausu á dögunum og var ástæðan sögð ólík sýn forstjóra og stjórnar á framtíðarstefnu fyrirtækisins.

Skórnir ekki á hilluna

Baldvin hefur að eigin sögn lítinn tíma fyrir annað en vinnu og handbolta. Þessa dagana segir Baldvin meir að segja að handboltinn þurfi að víkja fyrir vinnu en vill þó ekki meina að skórnir hafi alfarið verið lagðir á hilluna.

Nánar um hinn unga Baldvin Þorsteinsson í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.