Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] heldur áfram að lækka og hefur lækkað um 0,3% frá því að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni kl. 10 í morgun. Vísitalan stendur nú í 4.417 stigum.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga. Eimskipafélag Íslands [ HFEIM ] heldur áfram að lækka en athygli vekur að Teymi [ TEYMI ] hækkar nú örlítið eftir að hafa lækkað mikið síðustu daga.

Velta með hlutabréf er um 550 milljónir. Þar af eru um 340 milljónir með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] og um 120 milljónir með bréf í Existu [ EXISTA ].

Krónan hefur veikst nokkuð hratt í byrjun dags eða um 0,7%.