*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 18. nóvember 2019 10:08

Bók um Samherjamálið

Bók um helstu niðurstöður Samherjaskjalanna kemur út í dag en skjöl tengd málinu voru gerð opinber í síðustu viku.

Ritstjórn
Namibía var áður þýska nýlendan Suðvestur Afríka sem Suður Afríka tók stjórn á eftir fyrri heimsstyrjöldina fram til 1990. Litir sósíalísku uppreisnarhreyfingarinnar SWAPO prýða fána ríkisins, en flokkurinn hefur stjórnað landinu í nærri þrjá áratugi.
Gunnhildur Lind Photography

Þeir Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Aðalsteinn Drengsson hafa gefið ut bókina Ekkert að fela - á slóð Samherja í Afríku, en hún er afrakstur margra mánaða rannsóknarvinnu að því er Fréttablaðið greinir frá.

Eins og ítarlega hefur verið fjallað um í fréttum hefur verið mikil umfjöllun um málið síðan Stundin og Kveikur á RÚV sögðu frá gögnum sem virðast sýna náin tengsl stjórnenda Samherja við stjórnkerfið í Namibíu og greiðslur fyrir kvóta.

„Í bókinni eru helstu niðurstöður Samherjaskjalanna svo­kölluðu dregnar saman og ítarlega gert grein fyrir vafasömum vinnubrögðum útgerðarfyrirtækisins við Afríkustrendur,“ er haft upp úr tilkynningu um bókina, en afrakstur bókasölunnar er sagður eiga að renna til hjálparstofnunar eða mannúðarsamtaka sem starfi í álfunni.

„Niðurstöðurnar eru sláandi og strax orðið ljóst að málið mun hafa áhrif á stjórnmála- og atvinnulíf þeirra landa sem koma við sögu.“ Bókin er sögð verða aðgengileg eftir klukkutíma í bókabúðum.