„Þetta er fjármögnun sem eingöngu rafmyntahagkerfið býður upp á,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP Games, um nýtilkynnta 40 milljóna dala fjármögnun nýs tölvuleiks sem leikjaframleiðandinn gamalreyndi vinnur nú að og mun eiga sér stað innan söguheims EVE Online.

„Með þessum hætti verður undirstaða leiksins og hagkerfisins sem honum verður tengt í dreifðri eignaraðild strax frá upphafi. Við verðum bara þjónustuaðili,“ segir Hilmar en getur ekki farið nánar út í smáatriðin á þessu stigi.

Fyrirkomulagið sé þó „fyrst og fremst lýsandi fyrir það hvernig maður býr til opin og dreifstýrð hagkerfi,“ en mikil áhersla verður lögð á efnahagslegan þátt leiksins, sem verður byggður á bálkakeðjutækninni sem er undirstaða flestra rafmynta. „Maður vill helst hafa fjármagn, eignarhald og allt saman sem dreifðast alveg frá upphafi.“

Nánar er rætt við Hilmar í Viðskiptablaðinu sem kom út fimmtudaginn 23. mars. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.