Ef skoðað er tölfræði Eurostat má sjá að staðalímyndir landa endurspeglast vel í eyðslumynstri þeirra. Sem dæmi má nefna að Rússar eyða um 8% af peningi sínum í áfengi og sígarettur sem er mun meira en efnuðustu þjóðirnar gera. Á meðan eyða Ástralar um 10% af sínum pening í afþreyingu. Þá eyðir Suður-Kórea mun meira en önnur lönd í menntun. Þetta kemur fram í grein Economist .

Mismuninn má að einhverju leyti skýra með hagfræði. Efnuð lönd á borð við Bandaríkin og Ástralíu, þar sem meðaleyðsla er í kringum 30.000 dollarar á mann eyða minna hlutfalli í mat. Að sama skapi eyða fátækari lönd líkt og Mexíkó þar sem meðaleyðsla er í kringum 6000 dollarar hlutfallslega meira í mat. Pólitík spilar auðsjáanlega hlutverk í þessu öllu saman en til að mynda má nefna að Bandaríkjamenn eyða um 1/5 af sínum pening í heilbrigðisþjónustu en lönd Evrópusambandsins eyða aðeins í kringum 4%.

Í Rússlandi niðurgreiðir ríkið húsnæðiskostnað sem verður til þess að íbúarnir hafa meira á milli handanna til að eyða í aðrar afuðrir sem gæti útskýrt mikla eyðslu þeirra í áfengi og sígarettur.