Kaup á lyfjasöfnum (e. portfolio) getur verið áhugaverður kostur fyrir Actavis Group en lyfjafyrirtæki eru farin að hafa samband við félagið að fyrra bragði um slíkt. Sigurður Óli Ólafsson, aðstoðarforstjóri félagsins, segir að þar geti góð tækifæri legið. Ekki er alltaf nauðsynlegt að kaupa fyrirtæki. Þetta kom fram á afkomufundi félagsins í morgun.

Kostir þess eru meðal annars að ekki þurfi að leggja mikla fjármuni í að kynna nýtt vörumerki en Actavis Group kaupir markaðsleyfið og setur síðan undir sinn hatt. ?Þetta er ákveðin möguleiki fyrir okkur til þess að stækka,? segir Sigurður Óli.

Öllu jöfnu er Actavis Group að skoða kaup á um 15 félögum. Róbert Wessman forstjóri benti á, fyrr á afkomufundinum, að kennitölur í yfirtökum hafi hækkað töluvert á síðustu tveimur árum hjá þeim fyrirtækjum sem hafa verið í sölumeðferð, því hafi Actavis Group mestan áhuga á félögum sem ekki eru í sölumeðferð.

?Það sem við erum að gera er að nálgast félög sem ekki eru til sölu og tala við menn, ef okkur lýst vel á þau,? segir Róbert.