Bandaríska auðkýfingnum Michael Steinhardt hefur verið bannað að kaupa fornminjar fyrir lífstíð eftir að rannsókn leiddi í ljós að hann átti fornmuni sem hafði verið stolið og smyglað inn ólöglega. Um er að ræða fyrsta bannið af þessari tegund, að sögn saksóknara. BBC greinir frá.

Sem liður í sátt til að koma í veg fyrir sakamálakæru þá gaf Steinhardt upp 180 gripi að andvirði 70 milljóna dala eða um 9,2 milljarða króna. Steinhardt, sem er vogunarsjóðstjóri, neitaði allri sök í málinu en kaus að ljúka málinu með sátt.

Handsömuðu gripunum hafði verið smyglað út úr ellefu löndum áður en þeim var komið fyrir á alþjóðlega listamarkaðnum, samkvæmt skrifstofu saksóknara í Manhattan.

Meðal formuna sem haldlagt var á var drykkjarílát í formi höfuðs á hjartardýri, metið á 3,5 milljónir dala, sem talið er að eigi rætur sínar að rekja til 400 f.Kr.. Einnig afsalaði Steinhardt sér 3.000 ára gamalli krítverskri kistu sem notuð var fyrir jarðneskar leifar.

Auðæfi Steinhardt eru metin á 1,2 milljarða dala samkvæmt rauntímalista Forbes. Hann er þar skráður sem 2.399 ríkasti maður heims.