Cabo Verde Airlines (CVA) hófu í dag alþjóðaflug aftur en félagið hætti öllu flugi í mars á síðasta ári vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Icelandair á 36% hlut í félaginu en félagið er í meirihlutaeigu íslensk fjárfestahóps. Frá þessu er greint á Macaubusiness .

Félagið mun notast við eina Boeing 757 vél í bili en hún hafði verið í geymslu í Bandaríkjunum í um eitt ár eða þangað til í apríl síðastliðnum. Þá mun önnur 757 vél bætast við í næsta mánuði.

Sjá einnig: Enn vonbrigði á Grænhöfðaeyjum

Erlendur Svavarsson, forstjóri CVA, segir að flugfélagið sé mikilvæg viðbót við þau evrópsku félög sem fljúga frá eyjunum og að hin flugvélin muni auka áreiðanleika og skilvirkni félagsins.