Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði um 1,1% og er 4.832 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 5,9 milljörðum króna.

Vegna tækniörðugleika opnaði markaðurinn klukkutíma of seint, klukkan ellefu.

Stærstu viðskipti dagsins eru 2,7 milljarða króna hlutur með Glitni [ GLB ] á 16,8 krónur á hlut, sem er dagslokagengi. Viðskiptin áttu sér stað skömmu fyrir klukkan fjögur.

Centiru Aluminium [ CENX ] er eina félagið sem grænt og hækkaði um 1,6%.

Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] lækkaði um 4,6%, Eik banki [ FO-BANK ] lækkaði um 2,9%, Spron [ SPRON ] lækkaði um 2,4%, Eimskip [ HFEIM ] lækkaði um 2,3% og Straumur [ STRB ] hefur lækkað um 2%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,3% og er 131,2 stig.