Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,46% og er 8.094 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 7,9 milljörðum króna.

365 hækkaði um 7,97% en á föstudaginn keypti forstjóri félagsins og fjármálastjóri bréf í 365, Straumur hækkaði um 3,31%, Kaupþing hækkaði um 2,21%, Exista hækkaði um 1,85% og Bakkavör Group hækkaði um 1,21%.

Föroya banki lækkaði um 2,17%, Nýherji lækkaði um 1,83%, Icelandair Group lækkaði um 1,47%, Alfesca lækkaði um 1,11% og Flaga Group lækkaði um 0,7%.

Gengi krónu styrktist um 0,21% og er 117,4 stig.